Skórnir
Ein hér og hugsa
og skil ekki í því
ég finn ekki skóna
sem ég dansaði í
skápurinn troðinn
af eldgömlum vonum
ég gefst bráðum upp
ég bara loka honum
þeir fallegir voru
ég segi það satt
en lífið og tilveran
varð svona bratt
skóna ég setti
til hliðar og geymdi
ég ætlaði að nota þá seinna
-en gleymdi
ég setti þá frá mér
ég veit ekki hvar
ég hugsa og hugsa
kannski voruð þið þar
ef átt þú enn skóna
sem þú dansaðir í
dansaðu áfram
ekki gleyma því
lífið er dansinn
ég veit þetta nú
ég gleymdi að tjútta
gleymdi hægri snú.
okt 2010

 
fanney amelia guðjonsson
1960 - ...


Ljóð eftir fanneyju

Skórnir