Grænkar jörð.
Þegar grænkar jörð og gleðin skín.
gleðst ég því þetta er heimurinn minn.
Og skýið hvíta er svarið til mín
sonur ég er móðir og uppruni þinn.
Og ég geng um mína gróður mold
og gisti fagnandi á eyðimörk.
Í brjósti mínu er blóð og hold
er berst eins og lauf á björk.
Ég lýt stjörnum og les þeirra braut
og logum þeirra fagna ég með þér.
Svo ber ég mín bein í gamalli laut
og bláminn spyr því varstu ekki lengur hér.
gleðst ég því þetta er heimurinn minn.
Og skýið hvíta er svarið til mín
sonur ég er móðir og uppruni þinn.
Og ég geng um mína gróður mold
og gisti fagnandi á eyðimörk.
Í brjósti mínu er blóð og hold
er berst eins og lauf á björk.
Ég lýt stjörnum og les þeirra braut
og logum þeirra fagna ég með þér.
Svo ber ég mín bein í gamalli laut
og bláminn spyr því varstu ekki lengur hér.