Röddin
Í skugganætur sit ég einn
bíð ég eftir því að heyra
í þinni sefandi röddu
sem tælir mig á yfirborð jarðar.

Í fjarska heyri ég þig
ákalla nafn mitt
ofsahræðsla hleypur í mig
við þann ótta að missa af þér
ég hleyp í áttina að þér
svipast um eftir þér
það er um seinan
þú ert farin
farin langt frá mér.  
Adolf Bragi Hermannsson
1978 - ...


Ljóð eftir Adolf

Englabros
Röddin
Nóttin
Í nótt
Draumur um þig
Myrkrahöfðingi