Sveitasæla.
Sveitasæla.
Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.
Bændabýlin þekku
bjóða vina til,
hátt und hlíðarbrekku,
hvít við stofuþil.
Léttfætt lömbin þekku
leika mæðrum hjá,
sæll úr sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
Kveður lóukliður,
kyrrlát unir hjörð.
Indæll er þinn friður,
ó, mín fósturjörð.
Ó, þú sveitasæla,
sorgarlækning best,
værðar vist indæla,
veikum hressing mest,
lát mig, lúðan stríðum,
loks , er ævin dvín,
felast friðarblíðum
faðmi guðs og þín
Steingrímur Thorsteinsson.
Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.
Bændabýlin þekku
bjóða vina til,
hátt und hlíðarbrekku,
hvít við stofuþil.
Léttfætt lömbin þekku
leika mæðrum hjá,
sæll úr sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
Kveður lóukliður,
kyrrlát unir hjörð.
Indæll er þinn friður,
ó, mín fósturjörð.
Ó, þú sveitasæla,
sorgarlækning best,
værðar vist indæla,
veikum hressing mest,
lát mig, lúðan stríðum,
loks , er ævin dvín,
felast friðarblíðum
faðmi guðs og þín
Steingrímur Thorsteinsson.