Hugarangur
Ég kann að lesa
En get samt ekki séð
Öll orðin sem svífa innra með þér
Þegar þú talar og hreyfir þig
Hlusta ég og finn
Sé samt ekki hvað það er
Sem býr innra með þér.

Ég get hugsað
En bara fyrir mig
Allt sem gerist er tími
Allt sem þú segir mér heyri ég
En það sem er fyrir innan
er ekki fyrir neinn.

Höfuðið er geymsla
Og geymir hvað sem er
Allskonar reynsla
Sem býr inn‘í þér og mér
Það geymum við þar
Lokað og læst
Allt sem er og var.
 
Abi smal
1992 - ...


Ljóð eftir Aba Smal

Hugarangur