

Í árunum innst í mér
angar af æsku dögum.
Eitthvað sem enginn sér
eins og set í lögum.
Á brúnum við efstu egg
þar sem andarnir vaka.
Rakst ég á ramman vegg
sem rak mig til baka.
Öldufalda yfir reið
og iðgræn gróður engi.
En hjarta þráin heim á leið
hristi tauminn lengi.
Æsku ber hver innst í sér
eins og rák í höndum.
Sporin öll á eftir mér
elta mig á röndum.
angar af æsku dögum.
Eitthvað sem enginn sér
eins og set í lögum.
Á brúnum við efstu egg
þar sem andarnir vaka.
Rakst ég á ramman vegg
sem rak mig til baka.
Öldufalda yfir reið
og iðgræn gróður engi.
En hjarta þráin heim á leið
hristi tauminn lengi.
Æsku ber hver innst í sér
eins og rák í höndum.
Sporin öll á eftir mér
elta mig á röndum.