

Það fennir
í fornar leiðir.
Treginn lifir
tekur og seiðir.
Horfin er
ást tveggja.
Rós í glugga
bros beggja.
Horfin eru
heima kveldin.
Gróandi grösin
þú við eldinn.
Horfin eru
saklaus sporin.
Litlir fingur
leikir á vorin.
Farnir eru
feður og bræður.
Þú og kyrrðin
kulnaðar glæður.
í fornar leiðir.
Treginn lifir
tekur og seiðir.
Horfin er
ást tveggja.
Rós í glugga
bros beggja.
Horfin eru
heima kveldin.
Gróandi grösin
þú við eldinn.
Horfin eru
saklaus sporin.
Litlir fingur
leikir á vorin.
Farnir eru
feður og bræður.
Þú og kyrrðin
kulnaðar glæður.