

Sólin með bros á brá
blessar þessa jörð.
Þig og mig og hretin hörð
hlaðin kuldavá.
Í einverunnar bát
elska margir heitt.
Ef bilið er breitt
þá bresta sumir í grát.
En heiðarlöndin há
heilsa sumri enn.
Í brjósti börn og menn
bera von og þrá
blessar þessa jörð.
Þig og mig og hretin hörð
hlaðin kuldavá.
Í einverunnar bát
elska margir heitt.
Ef bilið er breitt
þá bresta sumir í grát.
En heiðarlöndin há
heilsa sumri enn.
Í brjósti börn og menn
bera von og þrá