

Þegar lokin ganga í garð
þá gef ég ykkur stafinn.
Og eftir verður ófyllt skarð
en aðrir koma í staðinn.
Ég áður fór um víðan völl
og vindinn hafði í bakið.
Gestkomandi í hárri höll
og himinninn var þakið.
Í salnum bíða margir menn
mæddir en lausir böndum.
Og allir munu sigla senn
seglum burtu þöndum.
þá gef ég ykkur stafinn.
Og eftir verður ófyllt skarð
en aðrir koma í staðinn.
Ég áður fór um víðan völl
og vindinn hafði í bakið.
Gestkomandi í hárri höll
og himinninn var þakið.
Í salnum bíða margir menn
mæddir en lausir böndum.
Og allir munu sigla senn
seglum burtu þöndum.