Á Þingvöllum.
Á Þingvöllum er þögn
en þar er á sveimi andi.
Um grundir ganga rögn
gömul á helgu landi.
Skjaldbreiður geymir glóð
en grímu hjúpuð ytra.
Hér í sporum þessi þjóð
þraukaði eldinn bitra.
Í hjartans rífur rót
sá regin djúpi arinn.
Er ítar iðkuðu blót
var andinn sár og barinn.
en þar er á sveimi andi.
Um grundir ganga rögn
gömul á helgu landi.
Skjaldbreiður geymir glóð
en grímu hjúpuð ytra.
Hér í sporum þessi þjóð
þraukaði eldinn bitra.
Í hjartans rífur rót
sá regin djúpi arinn.
Er ítar iðkuðu blót
var andinn sár og barinn.