Selárdalur.
Sandar eru í Selárdal
sól er þar á leiðum.
Þannig er í þessum sal
en þoka upp á heiðum.
Einn hann bjó í sjávarsveit
segir fátt aff einum.
Enginn til hans lengi leit
lék sér einn af steinum.
Einmanaleikinn alltaf er
eins og ryk í geymslu.
Selár fjörur einn ég fer
finn ég þessa reynslu.
Hógvært heyri oregelspil
höndum krepptum spilað.
Örlög betur öll þau skil
aðrir hafa lifað.
Ást að þrauka einn með þrá
í þessum hamra sölum.
Í er líka eftirsjá
yfirgefnum dölum.
sól er þar á leiðum.
Þannig er í þessum sal
en þoka upp á heiðum.
Einn hann bjó í sjávarsveit
segir fátt aff einum.
Enginn til hans lengi leit
lék sér einn af steinum.
Einmanaleikinn alltaf er
eins og ryk í geymslu.
Selár fjörur einn ég fer
finn ég þessa reynslu.
Hógvært heyri oregelspil
höndum krepptum spilað.
Örlög betur öll þau skil
aðrir hafa lifað.
Ást að þrauka einn með þrá
í þessum hamra sölum.
Í er líka eftirsjá
yfirgefnum dölum.