Í Selárdal.
Sandar eru í Selárdal
sól er þar á leiðum.
Þannig er í þessum sal
en þoka upp á heiðum.
Aleinn bjó í sjávarsveit
segir fátt af einum.
Enginn til hans lengi leit
leiðið þakið steinum.
Einmanaleikinn alltaf er
eins og ryk í geymslu.
Er ég Selárfjörur fer
finn ég þessa reynslu.
Ef ég heyri orgelspil
öldur kletta sleikja.
Áratuga einsemnd skil
eldar harminn kveikja.
Fáir sína þögn og þrá
þrauka alla daga.
Lífið allt er eftirsjá
eins og þessi saga.
Inn að margri söguslóð
stórar vörður leiða.
Yfir bæði ís og glóð
ár og aldir breiða.
sól er þar á leiðum.
Þannig er í þessum sal
en þoka upp á heiðum.
Aleinn bjó í sjávarsveit
segir fátt af einum.
Enginn til hans lengi leit
leiðið þakið steinum.
Einmanaleikinn alltaf er
eins og ryk í geymslu.
Er ég Selárfjörur fer
finn ég þessa reynslu.
Ef ég heyri orgelspil
öldur kletta sleikja.
Áratuga einsemnd skil
eldar harminn kveikja.
Fáir sína þögn og þrá
þrauka alla daga.
Lífið allt er eftirsjá
eins og þessi saga.
Inn að margri söguslóð
stórar vörður leiða.
Yfir bæði ís og glóð
ár og aldir breiða.