#8 úr Mynd frá liðnum heimi e. Lawrence Ferlinghetti
Andlit sem myrkrið gat grandað
á augabragði
andlit jafn auðsæranlegt
með hlátri eða birtu
„Við hugsum öðruvísi á kvöldin“
sagði hún við mig einu sinni
liggjandi afslöppuð útaf
Og hún vitnaði í Cocteau
„Mér finnst eins og í mér sé engill“ sagði hún
„sem ég geng látlaust framaf“
Síðan brosti hún og leit undan
kveikti í vindlingi fyrir mig
andvarpaði og reisti sig
og teygði á
fallegu sköpulaginu
lét sokk falla
á augabragði
andlit jafn auðsæranlegt
með hlátri eða birtu
„Við hugsum öðruvísi á kvöldin“
sagði hún við mig einu sinni
liggjandi afslöppuð útaf
Og hún vitnaði í Cocteau
„Mér finnst eins og í mér sé engill“ sagði hún
„sem ég geng látlaust framaf“
Síðan brosti hún og leit undan
kveikti í vindlingi fyrir mig
andvarpaði og reisti sig
og teygði á
fallegu sköpulaginu
lét sokk falla
Lawrence Ferlinghetti (f. 1919), bandarískt ljóðskáld, bókaútgefandi og af "höfuðpaurum" beat-skáldanna.