#8 úr Mynd frá liðnum heimi e. Lawrence Ferlinghetti
Andlit sem myrkrið gat grandað
á augabragði
andlit jafn auðsæranlegt
með hlátri eða birtu
„Við hugsum öðruvísi á kvöldin“
sagði hún við mig einu sinni
liggjandi afslöppuð útaf
Og hún vitnaði í Cocteau
„Mér finnst eins og í mér sé engill“ sagði hún
„sem ég geng látlaust framaf“
Síðan brosti hún og leit undan
kveikti í vindlingi fyrir mig
andvarpaði og reisti sig
og teygði á
fallegu sköpulaginu
lét sokk falla
 
Ragnar Karlsson
1959 - ...
Lawrence Ferlinghetti (f. 1919), bandarískt ljóðskáld, bókaútgefandi og af "höfuðpaurum" beat-skáldanna.


Ljóð eftir Ragnar Karlsson

#8 úr Mynd frá liðnum heimi e. Lawrence Ferlinghetti
#21 úr Mynd frá liðnum heimi e. Lawrence Ferlinghetti
#20 úr Coney Island í huganum e. Lawrence Ferlinghetti
Við ankeri e. Lawrence Ferlinghetti
Á ferðinni milli borga e. Lawrence Ferlinghetti
Regn e. Nikki Giovanni
Ég orti góða eggjaköku e. Nikki Giovanni
Jörð e. Suheir Hammad
Fullvissa e. Denise Levertov
Játning e. Denise Levertov
Fuglarnir vita e. Myra Cohn Livingston
Bandaríkin e. George Tsongas
Ástarljóð e. George Tsongas
nýja eldhúsið e. Gedorge Tsongas
Full e. Carol Ann Duffy
Orð á víðfeðmri nóttu e. Carol Ann Duffy
Þú smellur að mér e.. Margaret Atwood
Forsenda e. Margaret Atwood
Sagt að lokum e. Ernst Meister
Margir hafa enga rödd e. Ernst Meister
Að baki rimlunum e. Hugh Lewin
Vikan sem leið/komandi vika e. Klaus Rifbjerg
Mýrarljós e. Astrid Joensen
Trúarjátning e. Heðin M. Klein
Þá öðlumst við frið e. Alexandur Kristiansen
Hvergi e. Tórodd Poulsen
og síðan ekki meir e. Tórodd Poulsen
Ó vatn! e. Helge Torvund
Framandi e. Bruno K. Oijer
Ég dái e. Todd Moore
lola hellti e. Todd Moore
Ó, hve fögur er hún e. Spike Milligan
Ef ég gæti skrifað ljóð e. Spike Milligan