

Í ódýru sælgætisbúðinni handan við lestarstöðuna
varð ég í fyrsta sinn
ástfanginn
af óraunsæi
Það stirndi á hlaupkúlur í hálfmyrkrinu
þetta septembersíðdegi
Köttur uppi á afgreiðsluborðinu sprangaði um innan um
lakkrísstafina
og karamellur
og halltu kjafti tyggjó
Fyrir utan féllu laufin um leið og þau dóu
Vindur hafði stuggað sólinni á brott
Stúlka kom hlaupandi inn
Með regnvott hárið
Og brjóstin risu og hnigu í þröngu herberginu
Fyrir utan féllu laufin
og grétu
Of snemmt! Of snemmt!
varð ég í fyrsta sinn
ástfanginn
af óraunsæi
Það stirndi á hlaupkúlur í hálfmyrkrinu
þetta septembersíðdegi
Köttur uppi á afgreiðsluborðinu sprangaði um innan um
lakkrísstafina
og karamellur
og halltu kjafti tyggjó
Fyrir utan féllu laufin um leið og þau dóu
Vindur hafði stuggað sólinni á brott
Stúlka kom hlaupandi inn
Með regnvott hárið
Og brjóstin risu og hnigu í þröngu herberginu
Fyrir utan féllu laufin
og grétu
Of snemmt! Of snemmt!
Lawrence Ferlinghetti (f. 1919), bandarískt ljóðskáld, bókaútgefandi og einn "höfuðpaura" beat-skálda.