 Við ankeri e. Lawrence Ferlinghetti
            Við ankeri e. Lawrence Ferlinghetti
             
        
    Bátur lá við ankeri
Í djúpum skugganum
undir grátviði
Í bugðu á ánni
Um leið og birtan dofnar
einnig báturinn
með grátviðnum
með ánni
Minningin er ein eftir
um elskendur
í botni bátsins
sem liggja við ankeri hvors annars
Einnig þeir
Horfnir á braut
    
     
Í djúpum skugganum
undir grátviði
Í bugðu á ánni
Um leið og birtan dofnar
einnig báturinn
með grátviðnum
með ánni
Minningin er ein eftir
um elskendur
í botni bátsins
sem liggja við ankeri hvors annars
Einnig þeir
Horfnir á braut
    Lawrence Ferlinghetti (f. 1919), bandarískt ljóðskáld, bókaútgefandi og einn "höfuðpaura" beat-skálda.

