Jörð e. Suheir Hammad
afstaða hans
til ástarinnar sagði hann
var afstaða bóndans
flestir elska eins og
veiðimenn og eins og
veiðimenn drepa flestir
það sem þeir þrá
hann yrkir
jörðina í gegnum tær
nef í rökum
sverði hann bíður
biður til guðanna
og uppsker hægt og bítandi
ævinlega þakklátur
til ástarinnar sagði hann
var afstaða bóndans
flestir elska eins og
veiðimenn og eins og
veiðimenn drepa flestir
það sem þeir þrá
hann yrkir
jörðina í gegnum tær
nef í rökum
sverði hann bíður
biður til guðanna
og uppsker hægt og bítandi
ævinlega þakklátur
Suheir Hammad (f. 1973), palestínskt ljóðskáld búsett í Bandaríkjunum.