Játning e. Denise Levertov
Eins og sundmenn voga sér
að snúa andlitinu upp á móti himni
og vatnið ber þá,
eins og haukar sem hvíla í loftinu
og loftið styður þá,
vil ég læra að
falla í frjálsu falli, og fljóta
í náðarfaðm Sköpunarverksins,
vitandi að engin fyrirhöfn verðskuldar
alla þá umlykjandi fegurð og dýrð.
að snúa andlitinu upp á móti himni
og vatnið ber þá,
eins og haukar sem hvíla í loftinu
og loftið styður þá,
vil ég læra að
falla í frjálsu falli, og fljóta
í náðarfaðm Sköpunarverksins,
vitandi að engin fyrirhöfn verðskuldar
alla þá umlykjandi fegurð og dýrð.
Denise Levertov (f. 1923, d. 1997), breskt ljóðskáld lengst af búsett í Bandaríkjunum. Ein fárra kvenna sem eitthvað kvað að í hópi "beat skálda".