

Rigningin er allt í einu skemmtileg.
Tunglið vaggar í húminu.
Enn sá hlátur. Ósýnilegir froskar
kvaka í votu grasinu.
Framandi lykt af fölnandi trjám.
Ódýrt rauðvín
og öll veröldin er sem einn munnur.
Gefðu mér tvöfaldan koss.
Tunglið vaggar í húminu.
Enn sá hlátur. Ósýnilegir froskar
kvaka í votu grasinu.
Framandi lykt af fölnandi trjám.
Ódýrt rauðvín
og öll veröldin er sem einn munnur.
Gefðu mér tvöfaldan koss.
Carol Ann Duffy (1953), skosk skáldkona og lárviðarskáld.