Orð á víðfeðmri nóttu e. Carol Ann Duffy
Einhversstaðar í þessari víðfeðmu nótt
með fjarlægðina okkar á milli, hugsa ég um þig.
Herbergið snýr hægt baki við tunglinu.
Þetta er unaðslegt. Eða ætti ég að strika yfir það og segja sorglegt? Í einhverri af þessum tíðum syng ég
óhugsandi söng um þrá sem þú færð ekki heyrt.
La lala la. Sérðu? Ég loka augunum og ímynda mér
dökkar hæðir sem ég yrði að fara yfir
til að ná til þín. Því ég er ástfangin af þér og þetta
er það sem það er líkt eða líkist í orðum.
með fjarlægðina okkar á milli, hugsa ég um þig.
Herbergið snýr hægt baki við tunglinu.
Þetta er unaðslegt. Eða ætti ég að strika yfir það og segja sorglegt? Í einhverri af þessum tíðum syng ég
óhugsandi söng um þrá sem þú færð ekki heyrt.
La lala la. Sérðu? Ég loka augunum og ímynda mér
dökkar hæðir sem ég yrði að fara yfir
til að ná til þín. Því ég er ástfangin af þér og þetta
er það sem það er líkt eða líkist í orðum.
Carol Ann Duffy (f. 1955),skosk skáldkona og lárviðarskáld.