Mýrarljós e. Astrid Joensen
Þú varst með dimmblá augu
og heitar hendur.
Þú komst á móti mér, handan við hylinn.
Urmull af hvítum fuglum, sem flugu og þögðu
Litlir og fíngerðir, eins og fyrstu blóm á sumri,
hurfu þeir niður í vatnið.
Fiðrildi flögruðu um í hárinu á þér
ég vildi fanga þau með máttlitlum höndum
dansandi vildi ég bera þau burtu
og hverfa með þeim
inn í óvit sælunnar.
og heitar hendur.
Þú komst á móti mér, handan við hylinn.
Urmull af hvítum fuglum, sem flugu og þögðu
Litlir og fíngerðir, eins og fyrstu blóm á sumri,
hurfu þeir niður í vatnið.
Fiðrildi flögruðu um í hárinu á þér
ég vildi fanga þau með máttlitlum höndum
dansandi vildi ég bera þau burtu
og hverfa með þeim
inn í óvit sælunnar.
Astrid Joensen er færeyskt ljóðskáld.