Á Söndum.
Ég þekki gamlar sagnir frá Sandi
að sultur væri saklaust mein.
Þar á sveimi var undarlegur andi
yfir öllu andstyggð skein.
Þeir réru á hafið langt frá landi
lögðu ár á borðin tvenn.
Við róður var þögn á þeirra bandi
þrælar eru líka menn.
Allar nætur eru til að dreyma
hinir ungu fyllast þrá.
Í svefni blikar á birtuna heima
í bæn eru fjöllin blá.
Máninn andvarpaði yfir sæinn
enginn átti yfirbót.
Myrkrið féll og mændi yfir bæinn
maðksoginn reki slóst við grjót.
Úr djúpum álum suður af Söndum
sé ég brostin vonarár.
Reka um höfin og reyrð í böndum
rótlaus með öll sín sár.
Ég kem hingað til að kasta blómum
þá kallast bládjúpin á.
Hlusta eftir mildum ástarómum
eilífð kom og blessa þá.
að sultur væri saklaust mein.
Þar á sveimi var undarlegur andi
yfir öllu andstyggð skein.
Þeir réru á hafið langt frá landi
lögðu ár á borðin tvenn.
Við róður var þögn á þeirra bandi
þrælar eru líka menn.
Allar nætur eru til að dreyma
hinir ungu fyllast þrá.
Í svefni blikar á birtuna heima
í bæn eru fjöllin blá.
Máninn andvarpaði yfir sæinn
enginn átti yfirbót.
Myrkrið féll og mændi yfir bæinn
maðksoginn reki slóst við grjót.
Úr djúpum álum suður af Söndum
sé ég brostin vonarár.
Reka um höfin og reyrð í böndum
rótlaus með öll sín sár.
Ég kem hingað til að kasta blómum
þá kallast bládjúpin á.
Hlusta eftir mildum ástarómum
eilífð kom og blessa þá.