Draumur
heyrist í vindinum
hann feykir upp dyrunum
ber með sér töfraryk
sem fyllir dimmt herbergið
lýsir upp allt stjörnublik
og ég fer í sandkassaleik

baða mig í mánaskini
týni öllu tímaskyni
tipla á tánum
á smástirnum
púsla með stjörnunum
á milli jarðar og hæsta himins

iljar mínar yfir tóminu
er ég sit á tunglinu
og horfi yfir konungsríki
til ármilljóna
hringar Satúrnusar
eru mín kóróna

það er miðnætti
finn fyrir mínum andardrætti
vef um mig himnanna slæðum
fallega grænum
og lygni aftur augunum

draumalandið
skríður út um skráargatið
nóttin er köld, ég vakna
draumaveröld sakna
í einhæfum heimi
samstundis öllu gleymi
 
Rebekka Jenný
1993 - ...


Ljóð eftir Rebekku Jenný

Bernska
Draumur
Lifun