Norski ódæðismaðurinn
Maður steig um borð í skip.
Hann sigldi undir fölsku flaggi,
einbeittur og með stjarfan svip,
hann spenntur beið skipið af stað legði.
Er mamma Útey spjallaði við hann
fékk hún ansi ljótan grun,
því maðurinn var þögull og fjarrænn.
Það sá hún.
Fyrr um daginn varð sprenging í borginni
og fólkið ræddi þann atburð ljóta,
en maðurinn ósnortinn af sorginni,
lét allt sem vind um eyru þjóta.
Á eyjuna komin fljót á fund,
varðarins fór mamma Útey smeyk,
að viðra illan grun, en í þann mund,
bar manninn með vopn að leik
Hann skaut og hann skaut,
svo blóðið draup,
fólk úti um allt særðist og kvaldist,
þjáðist og engdist.
Hræðilegur djöfull í mannsmynd kom til Paradísar
og breytti henni í helvíti,
en fór þegar sást til sólar
og skeytti engu þó að öll þjóðin gréti.
En sölt tárin þorna,
sárin gróa og sorgir dofna.
Áslaug Ýr Hjartardóttir
24. júlí. 2011
Hann sigldi undir fölsku flaggi,
einbeittur og með stjarfan svip,
hann spenntur beið skipið af stað legði.
Er mamma Útey spjallaði við hann
fékk hún ansi ljótan grun,
því maðurinn var þögull og fjarrænn.
Það sá hún.
Fyrr um daginn varð sprenging í borginni
og fólkið ræddi þann atburð ljóta,
en maðurinn ósnortinn af sorginni,
lét allt sem vind um eyru þjóta.
Á eyjuna komin fljót á fund,
varðarins fór mamma Útey smeyk,
að viðra illan grun, en í þann mund,
bar manninn með vopn að leik
Hann skaut og hann skaut,
svo blóðið draup,
fólk úti um allt særðist og kvaldist,
þjáðist og engdist.
Hræðilegur djöfull í mannsmynd kom til Paradísar
og breytti henni í helvíti,
en fór þegar sást til sólar
og skeytti engu þó að öll þjóðin gréti.
En sölt tárin þorna,
sárin gróa og sorgir dofna.
Áslaug Ýr Hjartardóttir
24. júlí. 2011