Kveðjustundin.
Hún knúði á dyrnar kveðjustundin
í kvöldsins ró við sjónarrönd.
Hún fylgir ennþá fast mér bundin
og fellur þung sem brim á strönd.
Ennþá svíður í gömlum sárum
skurðir sem aldrei gréru vel.
Endurminning eilíf í árum
sem ég í vitundinni fel.
Sá dagur með ískalt augnaráðið
hann iðar sem skuggi um þil.
Og mjöllin hvít í morgunsárið
minnir á ísilagðan hyl.
í kvöldsins ró við sjónarrönd.
Hún fylgir ennþá fast mér bundin
og fellur þung sem brim á strönd.
Ennþá svíður í gömlum sárum
skurðir sem aldrei gréru vel.
Endurminning eilíf í árum
sem ég í vitundinni fel.
Sá dagur með ískalt augnaráðið
hann iðar sem skuggi um þil.
Og mjöllin hvít í morgunsárið
minnir á ísilagðan hyl.