Söngur.
Þú gekkst upp á senu og söngst mér
með sigurbros á vörum þér.
Seiðmagnað ljóð um logandi eld
er leið inn í hjartað í kveld.
Og ljóðið mér birtist bjart og nýtt
blærinn lék sér og allt varð hlýtt.
Og fegurðin sveif inn á staðinn
í sælu ég gekk inn á barinn.
Þú sast á bekk og blastir við mér
baðst mig koma og skála með þér.
"Nú bíður mitt far með segl við strönd
er senn mun flytja mig burt um lönd."
"Þar sem fegurðin býr en fáir sjá
fyrir háum trjám er mest ber á.
Í skógarlundi býr listin hljóð
er laugar andann, hjartað og blóð."
með sigurbros á vörum þér.
Seiðmagnað ljóð um logandi eld
er leið inn í hjartað í kveld.
Og ljóðið mér birtist bjart og nýtt
blærinn lék sér og allt varð hlýtt.
Og fegurðin sveif inn á staðinn
í sælu ég gekk inn á barinn.
Þú sast á bekk og blastir við mér
baðst mig koma og skála með þér.
"Nú bíður mitt far með segl við strönd
er senn mun flytja mig burt um lönd."
"Þar sem fegurðin býr en fáir sjá
fyrir háum trjám er mest ber á.
Í skógarlundi býr listin hljóð
er laugar andann, hjartað og blóð."