Þú varst.
Þú varst með vinnulúnar hendur
og vafðir mig fast upp að þér.
Og allar regnbogans rendur
rifnuðu af ást yfir mér.
Dýrð kveldsins dansaði við logann
daggir á grösum léku sér.
Við horfðum upp í himinbogann
Þú hvíldir í örmum mér.
Og líf mitt varð að loga heimsins
er lýsti um dimmustu skot.
Ég horfði upp til himingeimsins
og hélt mig guð eitt stundarbrot.
og vafðir mig fast upp að þér.
Og allar regnbogans rendur
rifnuðu af ást yfir mér.
Dýrð kveldsins dansaði við logann
daggir á grösum léku sér.
Við horfðum upp í himinbogann
Þú hvíldir í örmum mér.
Og líf mitt varð að loga heimsins
er lýsti um dimmustu skot.
Ég horfði upp til himingeimsins
og hélt mig guð eitt stundarbrot.