

Haustið kemur og rökkva tekur dag. þegar augu okkar mætast er eins og tíminn stöðvist um stund og í myrkri þungu mætast varir okkar. Sálir okkar tengjast og hjartað slær hraðar og andardrátturinn verður örari. Við erum sem eitt og vonandi fáum við að elska hvort annað svo heitt.