sorgmædd lárpera
vakúmpakkaður flóðhestur
buslar í hyldjúpu baðkari
líktog nautahjörð sem heyrir ámáttlegt óp
arnarins eða ryðfrí ristavél samvisku minnar
öllu heldur vatnsgreiddur afi á alltof litlum ára-
bát fljótandi einsog lauf á rúmsjó angistarinnar móðir kær

ó vei ó vei ætlar þessu aldrei að ljúka?!
hvenær mun vísitölufjölskyldan
á neðri hæðinni taka
sönsum og ljúka við þetta
bölvaða púsluspil sem við köllum líf?
Fyrirvaralaust skjóta hringsólandi
draumsólir upp kollinum í kolefnisjöfnuðum
huga mínum engilbert

Ég bý til björgunarhring
úr endurunnum sjampóflöskum
sem ég hef geymt undir
hrímhvítum svæfli mínum
síðastliðinn 200ár eða þar um bil

sólin er óskilgetið
afkvæmi sturlunarinnar
sem blundar á tvítugu dýpi
olnboga míns

toyota - tækn um gæði
 
Magnús
1991 - ...


Ljóð eftir Magnús

sorgmædd lárpera