Konan í götuni minni
Það stendur ganalt hús
í götuni minni heima
þar bjó í kjallara kona
sem átti sína drauma
á kvöldin sat við sauma
á hillu kandís í krús
í holu lítil mús.

Hún enga vini átti
og alltaf var hún ein
í eldhúsinu var lítið ljós
þegar vindurinn úti hvein.
Hún þvoði á daginn þvott
fyrir hina og þessa menn
með lúið bak og lina fætur
í húmi bograr enn.

Í æsku átti drauma
um dýrðar höfud ból
en örlögin höfðu ætlað
að engum manni syni ól.
Nú stendur hún þvotta Stína
við tausnúruna sína
og brýtur saman lín
það eru tárin hennar
sem þorna þegar sólin skín.
 
Sigurjón Gunnarsson
1944 - ...


Ljóð eftir Sigurjón

Konan í götuni minni
Spánn
Manstu í gær