Spánn
Þar sem silfur öldur andans
gæla við gullinn sand
þar heiri ég söngva hjartans
stíga sinn fegursta dans.

Undir miðnæturhimni stjörnubjörtun
þar kviknar ást í ungum hjörtum
geislar kvöldsólar vangana strjúka
leika sér við likama mjúka.

Blaka sér vængir og varir faðma
augun umvafin ástarbjarma
við rökkurskil er skimað í skaut
ljúft andartak í lífsins laut

 
Sigurjón Gunnarsson
1944 - ...


Ljóð eftir Sigurjón

Konan í götuni minni
Spánn
Manstu í gær