Manstu í gær
Manstu í gær
Þegar koss af rósarvör
Þegar augu þín svo skær
Þegar orðin þín svo blíð
Þegar ástin þín svo tær
fann skjól ó hjarta mínu.
Manstu í gær
hversu lífið var svo ljúft
þegar kvöldsins töfratónar
stigu öran bylgjudans
og líkamar samhljóma
finna ástarinnar byr
og frækorn sem var falið
ratar leið um lífsins dyr.
Manstu í gær
Þegar fegurstu blómin þín
þú færðir mér svo glöð
og okkar draumar og þrár
stigu takt við hjartaslög
og hendur um hörund strjúka
morgundögg við ljósbrotsins lag.

Manstu í gær
Þegar skuggar sem sköpum renna
hurfu á braut við draumanna sýn
Þegar stormský á himnum brenna
í hillyngum líkama faðma
aðeins minning um eilíft andartak
Færir þig nær mér og nær.
Já manstu manstu í gær
við líkamans ljúfa stef.
Já manstu manstu í gær
þegar hjartað gafst þú mér.
Manstu í gær
þegar hjartað gafst þú mér
Manstu í gær
þegar þú sást mína sál
og þú hélst um hjarta mitt
og þú færðir mér frið
ást alúð þrá og sorg
féllu tár,en engin orð.  
Sigurjón Gunnarsson
1944 - ...


Ljóð eftir Sigurjón

Konan í götuni minni
Spánn
Manstu í gær