

Komið draumar - dagur grætur
dansið við mig himinn og jörð.
Berið kveðjur blíðar nætur
berið kveðjur um dali og fjörð.
Blikið eldar - loginn ljómi
lýsi kyndlar fram um veg.
Yfir brim og bárur hljómi
er þú bíður eftir mér.
Vættir heimsins - allt sem andar
allt hið góða sem lifir hér.
Haldi öll um hendur kaldar
haldi skyldi yfir þér.
Allar kveðjur – allt með rætur
allar sorgir og vatnaskil.
Barn í okkur - brjóst sem grætur
býr í öllum sem finna til.
dansið við mig himinn og jörð.
Berið kveðjur blíðar nætur
berið kveðjur um dali og fjörð.
Blikið eldar - loginn ljómi
lýsi kyndlar fram um veg.
Yfir brim og bárur hljómi
er þú bíður eftir mér.
Vættir heimsins - allt sem andar
allt hið góða sem lifir hér.
Haldi öll um hendur kaldar
haldi skyldi yfir þér.
Allar kveðjur – allt með rætur
allar sorgir og vatnaskil.
Barn í okkur - brjóst sem grætur
býr í öllum sem finna til.