Hamingja
Ég þarf að brjóta tímann
svo hann þjóti ekki hjá
svo ég geti gætt mér á brotunum
einu í einu

notið þess að finna hann bráðna hægt
í munninum
svo ég geti fundið sætt bragðið af
tungu þinni lengur.

Þegar tíminn er bráðnaður
upp í mér
drekk ég hann í mig
finn hann renna niður hálsinn
eins og kossa þína.

Þá finn ég tímann breiðast um líkama minn
eins og fullnæging mín.
Svo flæðir hann inní mér, taktfast og krampakennt
eins og fullnæging þín.

Og einmitt þá,
stöðvast hann.  
Kolbrún Jónsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu Jónsdóttur

Hamingja