Gestur
Í fjólubláu þurramistri þess sem er löngu horfið,
þar situr hún móðir mín. Hún er að rista torfið.
Kom ég þar að kveldi. Kelling sagði: ?Gestur!
Þeim varstu löngum bestur er þótti þú manna verstur!?
Hæglátlega svaraði, í horninu sestur:
?Ég heiti ekki Pegasus. Því ég er sko sebrahestur.
Löngum hef ég lykilinn...
Löngum hef ég lykilinn...
Löngum hef ég lykilinn við langeldinn sorfið.
Ljárinn, hann er týndur. Ég er maðurinn...
með orfið.?  
Steinn Kristjánsson
1974 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:steinn52@visir.is?subject=[Pöntun]: Vandkvæði">Vandkvæði</a>.
Steinn K, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Stein Kristjánsson

Gestur
Lengi
Leiðin