Vindur.
Meðan vötn til víka líða
og vindur strýkur kinn.
Ég sé þig bjarta bíða
við bláan himininn.
Meðan hafið heilsar ströndum
og haust að sumri ber.
Svífur minning seglum þöndum
og siglir í átt að mér.
Meðan fegurð ríkjum ræður
og rauður eldur er.
Þá kvikna gamlar glæður
og glitra innst í mér.
Meðan birta ríkjum ræður
og röðull blessar völl.
Og strengur bindur bræður
bíð ég á bak við fjöll.
Meðan grátur sefar sárin
og sól við himinn ber.
Þá leiftra í mér árin
og andi þinn í mér.
og vindur strýkur kinn.
Ég sé þig bjarta bíða
við bláan himininn.
Meðan hafið heilsar ströndum
og haust að sumri ber.
Svífur minning seglum þöndum
og siglir í átt að mér.
Meðan fegurð ríkjum ræður
og rauður eldur er.
Þá kvikna gamlar glæður
og glitra innst í mér.
Meðan birta ríkjum ræður
og röðull blessar völl.
Og strengur bindur bræður
bíð ég á bak við fjöll.
Meðan grátur sefar sárin
og sól við himinn ber.
Þá leiftra í mér árin
og andi þinn í mér.