

í fjöruborði
eru mörk jarðar
það er ekki hægt
að lýsa þeim í orði
sjórinn svo fagur
hann tælir að menn
miskunnarlaus
hann brýtur og bramlar
allt sem verður
í vegi hans
en aldan svo blíð
og björt og taumlaus
brýst burt frá sjónum
upp á þurran sand
áður en sjórinn
dregur hana á brott
teygist hún áfram
og smakkar þurrt land
Barnið það starir
eins langt og augað eygir
á þessa sjón
að baki þess er kallað
''vertu ekki lengi''
grá og gömul hjón
fæturnir hlaupa
og tipla á tám
hafið er kaldara
en vötn og ár
í sandinn fingur grípa
barnið skríkir sælt
sólinn skín skærar
það getur nú sig kælt
himnahlið opnast
vindsins hlátur hvín
hjón orga og veina
aldan hafði enn á ný teygt sig
og lítið barn gufaði upp
eru mörk jarðar
það er ekki hægt
að lýsa þeim í orði
sjórinn svo fagur
hann tælir að menn
miskunnarlaus
hann brýtur og bramlar
allt sem verður
í vegi hans
en aldan svo blíð
og björt og taumlaus
brýst burt frá sjónum
upp á þurran sand
áður en sjórinn
dregur hana á brott
teygist hún áfram
og smakkar þurrt land
Barnið það starir
eins langt og augað eygir
á þessa sjón
að baki þess er kallað
''vertu ekki lengi''
grá og gömul hjón
fæturnir hlaupa
og tipla á tám
hafið er kaldara
en vötn og ár
í sandinn fingur grípa
barnið skríkir sælt
sólinn skín skærar
það getur nú sig kælt
himnahlið opnast
vindsins hlátur hvín
hjón orga og veina
aldan hafði enn á ný teygt sig
og lítið barn gufaði upp