

Út í skafla og inn í skóg
úrþvældur sem sokkur
fram af bjargi og út í sjó
í gili inn í dalnum
Fer ég nú upp skýjaþrep
upp, upp ,upp í bláinn
fram og aftur niður af hól
flögra frjáls um tinda
eilífðin bíður eftir mér
sama hvert ég fer
Flý á brott
með hundrað skott
og fingur á þeim öllum,
þau ekki sleppa
né mér ljá
að fljúga burt í friði
úrþvældur sem sokkur
fram af bjargi og út í sjó
í gili inn í dalnum
Fer ég nú upp skýjaþrep
upp, upp ,upp í bláinn
fram og aftur niður af hól
flögra frjáls um tinda
eilífðin bíður eftir mér
sama hvert ég fer
Flý á brott
með hundrað skott
og fingur á þeim öllum,
þau ekki sleppa
né mér ljá
að fljúga burt í friði