

Kyrrlát nóttin sækir hljótt að mér
en húsin á eyrinni vaka.
Einn í fjörunni í huga ber
byggð sem aldrei kemur til baka.
Og þeir sem fóru birtast hér
ég geng um göturnar að hausti.
Þó er ég einn með sjálfum mér
í sólinni hjá gömlu nausti.
En komandi dagar sækja að
þeir kalla en vil ekki svara.
Því hlið mitt opnast á öðrum stað
og það er svo erfitt að fara.
Vindurinn hvíslar hvað viltu mér;
ber kveðju til þeirra er dreyma.
Þú er andlit eitt sem enginn sér
því kveddu og reyndu að gleyma.
en húsin á eyrinni vaka.
Einn í fjörunni í huga ber
byggð sem aldrei kemur til baka.
Og þeir sem fóru birtast hér
ég geng um göturnar að hausti.
Þó er ég einn með sjálfum mér
í sólinni hjá gömlu nausti.
En komandi dagar sækja að
þeir kalla en vil ekki svara.
Því hlið mitt opnast á öðrum stað
og það er svo erfitt að fara.
Vindurinn hvíslar hvað viltu mér;
ber kveðju til þeirra er dreyma.
Þú er andlit eitt sem enginn sér
því kveddu og reyndu að gleyma.