Ísafjörður
Kyrrðin og róin, við bílanið og spegilsléttan fjörð.
Þar sem fjöllin gleypa hafið og allt sem að í því er.
Þar sem skipting og deiling, tálsýnir drauma og riðguð akkeri skipta um hlutverk eftir hvimleitum hugmyndum ýsugrárra augna.
Klappir falla og hníga þar sem sjórinn með elju og festu nartar í fjöllin og endurheimtir þó ekki sé nema agnar ögn af djúpum og öflugum mætti sínum sem leggst þó í dvala langtímum saman með hjálp tálsýna og fagur yrtra skýja.
Hamrarnir hefja mótárás með lítið fögru grjóthruni, sem veikir meira en styrkir, meðan aldan dynur jafnt og þétt með stöðugum krafti,
sem í lítt duldum æsingi sínum brýtur fagrar hlíðar með grænum engjum og jurtum framtíðar, vona og jafnvægis.
Þar sem fjöllin gleypa hafið og allt sem að í því er.
Þar sem skipting og deiling, tálsýnir drauma og riðguð akkeri skipta um hlutverk eftir hvimleitum hugmyndum ýsugrárra augna.
Klappir falla og hníga þar sem sjórinn með elju og festu nartar í fjöllin og endurheimtir þó ekki sé nema agnar ögn af djúpum og öflugum mætti sínum sem leggst þó í dvala langtímum saman með hjálp tálsýna og fagur yrtra skýja.
Hamrarnir hefja mótárás með lítið fögru grjóthruni, sem veikir meira en styrkir, meðan aldan dynur jafnt og þétt með stöðugum krafti,
sem í lítt duldum æsingi sínum brýtur fagrar hlíðar með grænum engjum og jurtum framtíðar, vona og jafnvægis.