Klerkurinn.
Sinnt hef ég sjúkum
signt yfir látnum.
Mæddum mörgum
mildum og körgum.
Hátt yfir hafinn
held í guðs myndir.
Vonum hans vafinn
vík frá mér syndir.
Straumurinn sogar
og sjónin gleymir.
En loginn logar
og líf fram streymir.
Séð hef ég sunnu
og sanda hvíta.
Ástir er unnu
er ei fengu hlíta.
Á sigra saumað
skínandi klæði.
Í lífið laumað
lit minnar ævi.
signt yfir látnum.
Mæddum mörgum
mildum og körgum.
Hátt yfir hafinn
held í guðs myndir.
Vonum hans vafinn
vík frá mér syndir.
Straumurinn sogar
og sjónin gleymir.
En loginn logar
og líf fram streymir.
Séð hef ég sunnu
og sanda hvíta.
Ástir er unnu
er ei fengu hlíta.
Á sigra saumað
skínandi klæði.
Í lífið laumað
lit minnar ævi.