Yfirgefinn
Með tár í auga, einn á móti heiminum
Kalla þig aula, litli minn, gleymdissu
Klæðaburðurinn slæmur, lokaðu augunum
opnaðu þau, þú ert dottinn úr draumunum
Framtíðin er núna, vaknaðu
Þeir koma með diss, Svaraðu
Enginn er einn í þessum heimi, skiluru
Finniru annan hóp, þá vinnuru

Ekki breytast, vertu þú sjálfur
Ekki brosa, bítt'eins'og snákur
Líður þér illa, gráttu
Því þetta lagast allt, bráðum
Ég er þinn verndar engill
Svo brátt verður kvölin engin

Leitaðu lengra en augað sér
Þá finniru leið sem að betur fer
Enginn á skilið þessa sálakvöl
Því í þetta skipti var ein báran stök
Lagður í einelti í mörg ár
fanst aðra leið en að fella tár
Að velja auðveldu leiðina er oft sú versta
En enginn vill á sálina skella
nú mínus einn í þessum heimi
og ég passa að engin þér gleymi  
Jóhannes Gísli Eggertsson
1994 - ...


Ljóð eftir Jóhannes Gísla Eggertsson

Yfirgefinn