Að dreyma.
Það virðast margir venja sig á
að vakna fyrir allar aldir.
Aðrir dá er dimmar nætur sá
drauma sem öðrum eru faldir.
Feður krupu á kné með bænir á vör
í kaldanum við gamla naustið.
Ég sá í dögun skipalestaför
er sigldi á brott um haustið.
En skipin báru öll nafnlaus nöfn
sigldu nætur og daga alla.
Seint um síðar koma þau í höfn
en seglin aldrei látin falla.
Um leiðir stjörnur vísuðu um veg
vetur og sumar kvelds og morgna
En árin líða en toga samt treg
í tár sem aldrei munu þorna.
að vakna fyrir allar aldir.
Aðrir dá er dimmar nætur sá
drauma sem öðrum eru faldir.
Feður krupu á kné með bænir á vör
í kaldanum við gamla naustið.
Ég sá í dögun skipalestaför
er sigldi á brott um haustið.
En skipin báru öll nafnlaus nöfn
sigldu nætur og daga alla.
Seint um síðar koma þau í höfn
en seglin aldrei látin falla.
Um leiðir stjörnur vísuðu um veg
vetur og sumar kvelds og morgna
En árin líða en toga samt treg
í tár sem aldrei munu þorna.