Svanurinn
Ég gekk eftir veröndinni
Og sá þá svan
Svanurinn var stór og sætur
Minnti smávegis á smákrakka
Sem er hrikalega feitur albinói
Með alltoflangan háls.

Ætli hann sé ætur
Væri það illa séð ef ég grillaði hann
Myndi stinga spjóti í hann þveran
Og síðan ét‘ann
Grillaðan á teini, glóðsteiktan góðan
Girnilega gullinbráð
Gómsætt gúrme gull

Nei, ég má það ekki
Svaninn er víst friðaður
Ég má ekki ét‘ann
En mig langar það samt

Djö…
Er hann pottþétt fínn
Með piparmyntusósu
Kókídós, salati
Og vískiflösku

Æjj, fökkit ég ætla bara að éta hann
Ég ræð.
Hverju er ekki sama þótt ég skjóti eina ofvaxna rjúpu

Hjarta mitt slær af girnd
Þá er ég horfi út um glugga minn
á
Hálslangan gíraffa háloftanna
Framtíðar forrétt, aðalrétt og eftirrétt minn

Hér er minn rifill, hér er mitt hlaup
Byssukúlur, og púður.
Kúl

Nú fer ég úr húsi, íklæddur
Veiðimannsvesti
Með grænann hatt, í felulitum.

Sný lyklinum
Í svissinum
Í Landróernum.
Brumm brumm.

Bruna útá tún.
Tek upp riffilinn, sný í hendi mér.
Miða og skýt.

Hundurinn stekkur af pallinum
Hleypur á brott
Og finnur minn svan.
Svít.

Svo tek ég hann heim
Og affiðra hann.
Plokka og reiti, og saxa og sker

Hengi‘ hann á hvolfi,
Streymi yfir víni
Konjak og bláberjum

Það var þó mestmegnis tómt
Konjakið sko.
Þar sem að ég hafði verið búinn að drekka meirihlutann sjálfur
Ma‘r verður að veita sér smá í veiðiferð.

Svo sting ég í hann spjótinu,
Og kveiki undir hann eld.
Vökvi flæðir um munninn minn
Slefið mitt er orðið sætara
Þrungið konjakskeim og sæluvímu

En þetta er samt soldið lítill svanur
Ekki nógur fyrir mig.
Enginn þriggja rétta máltíð.
Sé þá hundinn minn og skít‘hann líka

Mig langar nú að brytja hundskjaft í kjaftinum mínum
Forðum ég fór með hann á tamningarnámskeið
En núna, vill ég heila hans brytja í mauk, bæta við vatni
Og borða með skeið.

En svo kom sorg í hjarta mitt
Ég hugði ekki að mér
Það sótti að mér heiftarlegur leiði.
Æjji Sæti Snati minn
Þú varst hvorki snar né snöggur
En afhverju léstu mig skjóta þig
Fyrirgefðu hjartagull
En það ansans bull.

Við áttum góðar stundir saman
Ég skokkaði stundum og þú hljópst með
Ég hleypti þér út á morgnanna að pissa
Og þegar mér var kalt á kvöldin iljaði ég mér uppvið
Loðnar fellingar þínar.

En það var heitt og sólin skein í heiði
Þú varst svo gúrme að ég hugði ekki að mér
Með þinn íturvaxna kropp
Svo ég alveg, óvart skaut þig smá.
Og síðan ég át
Með gratíneruðum örbylgjuofnshituðum kartöflum
Gömlu aspasi og dós af ananas.

Grátur í mínu hjarta
Ég hugsa um liðnar stundir,
En svo alltíeinu.. manégeftir
Álftinni á einnotagrillinu.

Fökk, það er bruni út um allt.
Ég hlanda á hann til að slökkva hann.
En álftin mín er ónýt.
Kolsvört hún liggur á júrópríseinnotagrillinu

Það hjálpar heldur ekki til að líta í kringum sig,
Túnið mitt stendur í ljósum loga
Eldurinn hafði sér dreift.
Ég er í miðju túni, eldur um mig allan.
Með buxurnar með mig niðri og kolbrennda álft í kjaftinum.

Svo dett ég niður á hnén.
Æli og græt.
Ég sakna enn gamla hvutta.
Svo dett ég á hvolf, og á mitt bak, en heyri enn í fjarska óma

Búmm. Búmm. Búmm.
Ég loka augunum
Allt verður svart.
 
Gvendur
1993 - ...
Málfræðivillur.
Óritskoðað.
Hugarórar.


Ljóð eftir Gvend

Svanurinn