.

Langt undir sólinni
á frosinni jörðinni
liggur nokkur
fuglsskrokkur
fjaðralokkur
fýkur burt
fallið fagurt
roðalauf
birtan dauf
lindin
fyndin
sjálfsmyndin
þakin klökum
ísjökum
fuglinn hljóður
fölur gróður
fjársjóður
einhverra
kólnandi vinda
sem leika við tinda
hæðast og hrinda
viðkvæmum grösum
og klösum
af Ilmreyr
segja þeir

Allt deyr
síðarmeir

 
Ilmreyr
1992 - ...


Ljóð eftir Ilmreyr

.