Mánudagsljóð I
Þótt vekjaraklukkan væli og væli
ligg ég á grúfu og gjói ekki augunum
Hnipra mig saman, bý mér til bæli
snooz-a og slaka á hálfsyfja taugunum.

Ég er ekki lengur vanur að vakna
hvað þá á niðdimmum mánudagsmorgni,
helgarfjörsins og hátíða sakna
þótt ég muni ekki eftir stundarkorni.

En ekki allt virtist vera með réttu
því klukkuna vantaði korter í tíu
"Allamalla!, ég er illa settur,
ég átti að byrja rétt fyrir níu!"  
Jóhannes
1993 - ...


Ljóð eftir Jóhannes

Mánudagsljóð I
Mánudagsljóð II