Ég skil ekki fólk
Mín eigin sál er tilfinningabál
sem brennur í þessum heimi.
Þessi sál - hvorki steinn né stál,
óvíst er hvert hún mig leiði.
Hvert skal nú halda eftir kvölina talda?
Ég skil ekki fólk hverju kann það að valda?
Skil ekki hvað fólk er að meina
en mér finnst ég vera að reyna,
að ná einhverri átt þó ég skilji svo fátt
- þetta nær engri átt.
Lífið svo hrátt, mig vantar himneskan mátt.
Hjálp, hvað skal ég gera?
Bíða, vona og sjá hvernig allt mun vera.
Sálarlífið fer upp og niður.
Fyrir því verður víst aldrei friður.  
ingibjorg
1992 - ...


Ljóð eftir ingibjorgu

Ég skil ekki fólk