Stefnumótið
Þar sem hún sat við gluggann,
beið eftir komu hans.
Fann hjartað hamast
er bíllinn rann í hlað.
Þóttist ekki vera að horfa
er hann leit í átt að glugganum.

Hún hélt hún yrði\'ekki eldri,
hjartað tók aukakipp
við hljóm dyrabjöllunnar.

Vitund hennar af hröðum skrefum sínum
hurfu við eftirvæntingu kvöldsins.

Augu þeirra mættust,
milli þeirra var skítug, sjóþvegin rúðan.

Útidyrahurðin opnuð.

Hné kikknuðu
er hormónar
skullu á vitund þeirra.
Nóttin er ung,
við skulum koma.
Karlmannleg röddin átti við hana.

Hún steig inn í kaggann.
Þau brunuðu af stað.
Leiðin lá inn í fallegasta sólarlag ævi þeirra.

Þar sem hún er ég
og hann ert þú
og þau verða við áfram.  
Elísabet Ósk Jónsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Elísabetu Ósk Jónsdóttur

Stefnumótið