Til þín
Til þín!
Ást er eitthvað sem ekki nokkur maður ræður við
Að vera ástfanginn er tilfinning sem fæst ekki lýst
Finna gleði og hamingju í hjarta sínu, að finna frið
Er eitthvað sem tilfinningateppa fær ekki upplýst.

Ég vildi aldrei særa þig heldur vildi ég elska þig
Á þann hátt sem augljóst er að sjá og finna
Einhverntíman verður maður að hugsa um sig
Ástin mín þessu tilfinningarugli verður að linna.

Nú hef ég eytt með þér hálfum tíu árum
Ég sé ekki eftir neinum mínútum af þeim
Við höfum glaðst, hlegið og deilt tárum
Jafnvel ferðast saman inn í draumaheim.

En nú er kominn tími til að taka þetta alvarlega
Ekkert bull, enga vitleysu við höfum ekki meiri tíma
Við þurfum að taka hausinn í gegn fljótlega
Ástin og hamingjan hefur einungis ákveðinn líftíma.

Skaðinn hefur orðið og það frekar oft
Það er ekki til neins að væla yfir hinu liðna
Búa til leiðindi eða láta allt fara í háa loft
Gerum eitthvað í þessu, ástarvegurinn er að sviðna.





Gott eða slæmt svona líður mér vina mín
Ég veit ekki hver hugur þinn er með þetta
En þetta samdi ég með söknuð í hjarta til þín
Mig langar að falla fyrir þér, já bókstaflega detta.


















 
Daníel Örn
1983 - ...


Ljóð eftir Daníel

Til þín