Útundan
Gróðurinn faldi sig í snjónum.
Áin lét lítið á sér bera
Meðan hún læddist undir klakanum
Annað en stöku brest.
Sum trén þóttust vera löngu dauð.
Önnur stóðu vörð,
Varin brynju úr barri.
Allir fylgdust með vetrinum
Feta hljóðlega yfir fjöll og tún
Aleinn.
Allir biðu bara eftir að hann færi.
Áin lét lítið á sér bera
Meðan hún læddist undir klakanum
Annað en stöku brest.
Sum trén þóttust vera löngu dauð.
Önnur stóðu vörð,
Varin brynju úr barri.
Allir fylgdust með vetrinum
Feta hljóðlega yfir fjöll og tún
Aleinn.
Allir biðu bara eftir að hann færi.
Þetta ljóð datt mér í hug þegar ég var úti að ganga. Það var svo mikil kyrrð að ég gat fátt annað.