Harðræði
Hestarnir hlupu óáreittir,
í hláku og snjó.
Margir móðir og þreyttir,
mættu hættu út'á sjó.
Svömluðu þeir og syntu,
sást ekki í land.
Hvorum öðrum hrintu,
héldu áfram uns þeir sáu sand.

Eyjuna eintóma þeir fóru á,
ei sála á ferðum þar.
Heilbrigða hestana ljótt að sjá,
hamingjan horfin var.
Flúið þeir höfðu frá harðræði,
fólk barði þá og sló.
Nú hafa þeir nóg af fæði,
njóta friðar og ró.  
Bergdís Helga
1997 - ...
Fyrsta ljóðið mitt!


Ljóð eftir Bergdísi Helgu

Harðræði